Nýjast á Local Suðurnes

Slökkvilið kallað að fjölbýlishúsi í Innri-Njarðvík

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út að fjölbýlishúsi við Tjarnarbraut í Innri-Njarðvík rétt fyrir klukkan 22 í kvöld. Slökkvilið er að störfum á svæðinu, ásamt lögreglu, en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málið.

Svo virðist sem að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangsinnstungu, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum. Engan sakaði og hafði eigandinn slökkt eldinn sjálfur þegar slökkvilið og lögregla mættu á staðinn.