Nýjast á Local Suðurnes

Vildu láta leggja framtíðarnefnd niður

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu þess efnis að framtíðarnefnd sveitarfélagsins yrði lögð niður. Þetta var gert með formlegum hætti á bæjarstjórnarfundi.

Í bókun kemur fram að þessari hugmynd hafi verið haldið á lofti, af bæjarfulltrúum flokksins, allt frá því að þær skipulagsbreytingar sem meirihlutinn stóð fyrir voru kynntar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu einnig komið þessari skoðun á framfæri við undirbúning fjárhagsáætlunar.

Svo fór að tillagan var felld með atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar. Allir flokkarnir í minnihluta, Sjálfstæðisflokkur, Frjálst afl og Miðflokkur vildu hins vegar láta leggja nefndina niður og greiddu atkvæði með tillögunni.