Nýjast á Local Suðurnes

Átta óku án bílbelta og nokkrir lögðu ólöglega

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögregla hafði gát á notkun öryggisbelta um helgina og reyndust átta manns aka án þess að hafa þau spennt. Sitthvað fleira var athugavert að mati lögreglu um helgina, til dæmis var töluvert um ólöglega lagningu ökutækja og einnig að bifreiðar væru ótryggðar eða óskoðaðar, voru skráningarmerki fjarlægð af þeim.

Þá voru tveir ökumenn færðir á lögreglustöð um helgina vegna gruns um ölvunarakstur.