Nýjast á Local Suðurnes

Benda blakfólki á bílastæði

Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið talsvert af ábendingum varðandi lagningar bifreiða við Reykjaneshöllina en þar er stórt íþróttamót í gangi um helgina.

Lögreglan vill benda keppendum og áhorfendum að huga vel að lagningum bifreiða við mótsstaðinn og benda á bifreiðastæði við fótboltavöll Njarðvíkinga, sem er í um 2-300 metra fjarlægð frá Reykjaneshöllinni. Einnig er talsvert af bifreiðastæðum neðan við Vatnaveröld og við Fjölbrautarskóla Suðurnesja.