Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær býður út ræstingar

Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanesbæjar og Fasteigna Reykjanesbæjar ehf., hafa óskað eftir tilboðum í ræstingar. Útboðið skiptist í tvo flokka, annars vegar Verk I sem eru ýsmar stofnanir Reykjanesbæjar og hins vegar Verk II sem eru ýsmar fasteignir á vegum Fasteigna Reykjanesbæjar ehf.

Á heimasíðu Reykjanesbæjar kemur fram að ekki sé skylt að bjóða í báða flokka útboðsins, en bjóða skal í alla hluta innan boðins flokks.

Útboðsgögn eru afhent frá og með deginum í dag og er skilafrestur tilboða til 23. nóvember kl. 11:00. Strax að loknum skilafresti verða tilboð opnuð.

Hér má sækja útboðsgögn