Nýjast á Local Suðurnes

Vinna saman að því að finna leiðir til að gera Ásbrú að betri stað fyrir heimili og fyrirtæki

Reykjanesbær og Kadeco vinna nú saman að því að finna farsælar leiðir til að gera Ásbrú að betri stað fyrir heimili og fyrirtæki og styrkja tengsl Ásbrúar við aðra hluta bæjarins.

Í tilkynningu kemur fram að miklu máli skipti að læra af reynslu þeirra sem þar búa og starfa. Reynsla allra skiptir máli og gefur mikilvægar vísbendingar. Þess vegna er óskað eftir því að þeir sem búa og starfa á Ásbrú taki þátt í stuttri vefkönnun.

Síðasti dagur til að svara könnun er 23. apríl.

Með því að smella á þennan tengil opnast könnun til íbúa á Ásbrú á íslensku.

Með því að smella á þennan tengil opnast könnun til fyrirtækja á Ásbrú á íslensku.