Nýjast á Local Suðurnes

Staða fjárhags á jólabókhaldslykli ekki góð

Farið var yfir stöðu fjárhags á bókhaldslyklinum jól, áramót og þrettándi á síðasta fundi menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar og í ljósi stöðunnar er nauðsynlegt að óska eftir viðbótarfjármagni svo hægt verði að opna Aðventugarðinn líkt og fyrri ár. Farið var yfir kostnaðarliði og mögulegar útfærslur á opnun garðsins.

Menningar- og þjónusturáð leggur áherslu á að viðbótarfjármagn fáist í verkefnið sem er íbúum til gleði og ánægju og stuðlar að jákvæðum og góðum samskiptum á meðal þeirra. Menningar- og þjónusturáð vísar málinu til bæjarráðs og einnig til umræðu í næstu fjárhagsáætlunargerð.