sudurnes.net
Staða fjárhags á jólabókhaldslykli ekki góð - Local Sudurnes
Farið var yfir stöðu fjárhags á bókhaldslyklinum jól, áramót og þrettándi á síðasta fundi menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar og í ljósi stöðunnar er nauðsynlegt að óska eftir viðbótarfjármagni svo hægt verði að opna Aðventugarðinn líkt og fyrri ár. Farið var yfir kostnaðarliði og mögulegar útfærslur á opnun garðsins. Menningar- og þjónusturáð leggur áherslu á að viðbótarfjármagn fáist í verkefnið sem er íbúum til gleði og ánægju og stuðlar að jákvæðum og góðum samskiptum á meðal þeirra. Menningar- og þjónusturáð vísar málinu til bæjarráðs og einnig til umræðu í næstu fjárhagsáætlunargerð. Meira frá SuðurnesjumAuglýsa eftir rekstraraðila skautasvellsVilja bæta fjórum hæðum ofan á Hafnargötu 29Um 450 manns sóttu jólabingó KvenfélagsinsLögreglan á Suðurnesjum vinsæl á samfélagsmiðlunumÓvíst með skautasvell í AðventugarðiKanna viðhorf og upplifanir á LjósanæturhátíðFimm eiga möguleika á 100.000 króna styrk til að skemmta öðrumMinna heimanám í Grunnskóla GrindavíkurNý íslensk kvikmynd tekin upp í GrindavíkAkurskóli sópaði til sín tilnefningum