Nýjast á Local Suðurnes

Tveir urðu eftir í bænum við rýmingu

Tveir menn urðu eftir þegar Grindavíkurbær var rýmdur aðfaranótt laugardags. Lögregla brýtur sér ekki leið inn í eignir í aðgerðum sem þessum sé ekki ástæða til þess, að sögn lögreglustjóra í samtali við fréttastofu RÚV.

Annar mannanna er íbúi í Grindavík en hinn var einn á hótelherbergi. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við RÚV, að lögregla hafi orðið vör við mennina á laugardagsmorgun, en bærinn var að fullu rýmdur um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags.

Lögreglustjóri gerir ráð fyrir að mennirnir hafi sofið mjög fast. Hann segir ekki líklegt að fleiri hafi orðið eftir. „Ég hef engar upplýsingar um það og tel það mjög ólíklegt.“