Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara keppir á WOW Stronger

WOW Stronger, sem er einskonar blanda af CrossFit og  Strongman, fer fram á laugardaginn og er Suðurnesja crossfit undrið Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á meðal keppenda.

Æfingarnar sem keppt verður í eru eins og áður segir sambland af Strongman-keppnisgreinum, kraftlyftingum, ólympískum lyftingum og Crossfit, sem ætti að henta Ragnheiði Söru einstaklega vel, enda sterk á öllum þessum sviðum. Keppt er í liðum þar sem einn kvennkyns keppandi og tveir karlar eru saman í liði og skipta þau með sér greinum. Nokkrir þekktir erlendir keppendur munu mæta til leiks.

Keppnin fer fram í húsakynnum CrossFit Reykjavík og verða einungis 500 miðar seldir á viðburðinn, þá má nálgast á Tix.is.