Nýjast á Local Suðurnes

Guðbergur skipaður í stöðu formanns Fagráðs um umferðarmál

Jón Gunnarsson, Samgönguráðherra, hefur skipað Guðberg Reynisson í stöðu formanns Fagráðs um umferðarmál. Í Fagráði um umferðarmál sitja 27 aðilar frá hinum ýmsu hagsmunaaðilum, en hlutverk ráðsins er að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta. Þá skal ráðið beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum.

Guðbergur er einn stofnenda Stopp-hópsins, sem hefur látið mikið að sér kveða í báráttunni fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og greinir Guðbergur frá skipun ráðherra í ráðið á Facebook-síðu hópsins og óskar þar eftir ábendingum um það sem betur má fara ú umferðarmálum.

“Þessi tilnefning er fyrir okkur öll sem komum að umferðamálum og þátttaka ykkar er gífurlega mikilvæg, því óska ég eftir því að þið sendið mér, eins og enginn sé morgundagurinn, allar ábendingar um hvar má betur gera í umferðarmálum og/eða hvort aukinnar fræðslu er þörf, já eða hvað sem er sem kemur umferð við.” Segir Guðbergur.

.