Nýjast á Local Suðurnes

Orlofshús Eflingar standa Grindvíkingum til boða

Orlofshús Eflingar stéttarfélags hafa verið rýmd og verða húsin boðin Grindvíkingum til notkunar meðan þörf er á að beiðni viðbragðsaðila.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu, en þar segir að Efling bjóði 25 orlofshús á suðurlandi til afnota fyrir íbúa Grindavíkur. Hvert hús rúmar frá 5 – 10 einstaklinga.

Í húsunum er öll helstu heimilistæki að finna. Starfsfólk Eflingar og umsjónarmenn orlofshúsa vinna nú að því að undirbúa orlofshúsin til notkunar. Efling þakkar félagsfólki sem hafði bókað dvöl í umræddum orlofshúsum fyrir skilninginn í þeim erfiðu aðstæðum sem nú ríkja. Útfærsla á úthlutun orlofshúsa er enn í vinnslu, en til að fá úthlutað orlofshús bendir Efling á að hafa samband við Rauða krossinn í síma 570 4000. Ef ekki næst samband við Rauða krossinn er hægt að hafa samband við Eflingu með tölvupósti á efling@efling.is


Frekari fregnir um dreifingu orlofshúsa verður deilt á vefsíðu Eflingar þegar þær berast.

Stjórn og starfsfólk Eflingar senda Grindvíkingum hugheilar samstöðukveðjur, segir í tilkynningunni.