Nýjast á Local Suðurnes

Birgir ekki á leið í Sjálfstæðisflokkinn: “Mér líður vel í Miðflokknum”

Mynd: Wikipedia

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs Ólafssonar.

„Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir í fréttum Stöðvar 2.

Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekki eiga að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing.