Nýjast á Local Suðurnes

Kolbrún Júlía og félagar í úrslit á EM í hópfimleikum

Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman og félagar hennar í blönduðum flokki karla og kvenna tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í hópfimleikum. Liðið náði fimmta sæti í undanúrslitunum og er því komið áfram ásamt Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ítalíu.

Úrslitin fara fram á laugardagsmorgun klukkan 10:30 og verða sýnd í beinni útsendingu á Youtube-síðu evrópska fimleikasambandsins og á vefsíðu RÚV.