Gus Gus á Ljósanótt

Hið heimsþekkta raftónlistarfyrirbrigði GusGus mun skemmta Suðurnesjamönnum á Ljósanótt í ár.
Hljómsveitin heldur tónleika föstudagskvöldið 3. september og verða tónleikarnir haldnir í Andrews Theater á Ásbrú.
GusGus til halds og traust verður Margrét Rán úr VÖK en hún tók stóran þátt í gerð plötunnar Mobile Home sem er nýjasta afurð GusGus.
Ekkert verður til sparað svo upplifun gesta verði sú besta og mesta, segir í auglýsingu.
Forsala miða hefst fimmtudaginn 5. ágúst kl 12:00 og verður í Gallerí Keflavík. Almenn miðasala verður svo inn á tix.is og hefst mánudaginn 9. ágúst kl 10:00.
Ekki verður undir nokkrum kringumstæðum hægt að halda aukatónleika.