Nóg að gera hjá björgunarsveitum við gossvæðið – Sýndu sjúklingi gosið
Björgunarsveitin Þorbjörn var tvívegis kölluð út í dag, bæði skiptin vegna fólks sem hafði slasast í nágrenni eldgosins í Fagradalsfjalli.
Á Facebook-síðu sveitarinnar segir að vel hafi gengið í báðum verkefnum og komust báðir einstaklingar fljótt og örugglega undir læknishendur. Er þetta sjöunda verkefnið á jafn mörgum dögum þar sem sveitin er kölluð út, annaðhvort til þess að sinna slösuðu folki eða leita af týndu fólki á gosstöðvunum.
“Heillt yfir má segja að ágætlega hafi gengið á gosstöðvunum í sumar, verkefni sumarsins þarf reyndar að telja í tugum en það er nokkuð viðráðanlegt miðað við álagið á upphafsvikum gossins.” Segir í færslunni.
Myndin sem fylgir fréttinni var tekin í öðru útkallinu í dag. Gígurinn var búinn að vera mjög hljóðlátur þangað til það kom allt í einu svartur reykur. Á myndinni sést björgunarsveitafólk reisa sjúklinginn upp til að sýna þeim hvað væri að gerast, segir einnig í færslu sveitarinnar.