Nýjast á Local Suðurnes

Létta á heimsóknareglum

Létt hefur verið á heimsóknarreglum á D-deild HSS, en reglur voru hertar þegar önnur bylgja kórónveirufaraldursins skall á.

Heimsóknir eru leyfðar á milli 18 og 20 með eftirfarandi skilyrðum:

• Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu.

• Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv.

Sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:
• eru í sóttkví
• eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
• hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
• eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)