Nýjast á Local Suðurnes

Fylgjast sérstaklega með farþegum sem koma frá Svíþjóð

Tollayfirvöld búast við mikilli aukningu á smygli á sænsku neftóbaki til landsins, eftir að 60% verðhækkun tók gildi um áramótin, og munu af þeirri ástæðu vera með sérstaka athugun á farþegum sem koma frá Svíþjóð. Eftir hækkunina kostar ein dós af vörunni um 3.000 krónur út úr búð.

Tollurinn á Keflavíkurflugvelli hefur virkt eftirlit gegn smygli á sænsku neftóbaki og oft eru teknar dósir af fólki, þó yfirleitt sé um lítið magn að ræða í einu.

“Við höfum ekki náð miklu af stórum sendingum,” Segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. “Það er eins með tóbakið og annað, þegar verðið fer upp, fer fólk að kíkja í kringum sig.” Segir Kári við Fréttablaðið.