Nýjast á Local Suðurnes

Aflýsa brennum

Vegna sóttvarnarreglna verður að fella niður áramótabrennuna árið 2020 í Vogum. Vogamenn vona að hægt verði að halda veglega brennu að ári.

Þá verður þrettándabrennu í Reykjanesbæ aflýst að þessu sinni sem og blysför og dagskrá við svið af sömu ástæðu. Flugeldasýning verður á sínum stað þann 6. janúar nk. Gert er ráð fyrir að fólk geti fylgst með henni úr bílum sínum við Ægisgötu og Hafnargötu auk þess sem fólk getur dreifst vel á Bakkalág. Þá er útfærsla á skemmtidagskrá í undirbúningi.