Nýjast á Local Suðurnes

Allra veðra von í Reykjanesbæ

Fjöllistahópurinn Jringleikur sýnir ALLRA VEÐRA VON í Skrúðgarðinum í Keflavík þann 6. júlí kl. 18:00.

Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri, segir í tilkynningu.

Hvatt er til þess að bóka miða fyrirfram, svo hægt sé að hafa samband við miðahafa ef aðstæður krefjast.

Miðasala og nánari upplýsingar:
https://tix.is/is/event/11407/allra-ve-ra-von/

Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur áhorfanda á öllum aldri, auk þess að hljóta Grímuverðlaunin 2021 fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins.