Nýjast á Local Suðurnes

Rúman sólarhring að dæla sjó úr rússatogara – Myndir!

Leki kom að rússatogaranum svokallaða sem liggur í Njarðvíkurhöfn og bíður þess að vera dreginn úr landi til förgunar. Köfunarþjónusta Sigurðar sá um að dæla sjó úr togaranum og tók verkið um 26 klukkustundir.

Töluverð hætta var talinn á að togarinn myndi velta í höfninni sökum lekans, en svo fór þó ekki, þökk sé vöskum starsmönnum Köfunarþjónustu Sigurðar.