Nýjast á Local Suðurnes

Dýrum verkfærum stolið úr bílskúrum

Lögreglunni á Suðurnesjum bárust þrjár tilkynningar um þjófnaði í fyrradag. Farið var inn í tvo bílskúra og úr báðum stolið dýrum verkfærum. Málin eru í rannsókn.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í umdæminu. Þar var karlmaður staðinn að því að stela matvælum og fleiru. Starfsmenn verslunarinnar fylgdu honum eftir út úr henni og gátu talið hann á að koma til baka, þar sem lögregla beið hans.