Loka Njarðarbraut vegna framkvæmda
Njarðarbraut verður lokað á milli Stekks og Stapabrautar seinnipartinn á morgun fimmtudag vegna framkvæmda.
Kaflinn verður fræstur eftir hádegi, en klukkan 17:00 verður honum alfarið lokað fyrir umferð í báðar áttir á meðan malbikun fer fram.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 17:00-23:00.
Þá verður malbikað og/eða fræst fimmtudaginn 27. október eftirfarandi kafla:
Dalsbraut – Fyrri kafli – Milli Bjarkardals og Trönudals.
Dalsbraut – Seinni kafli – Milli Unnarsdals og Mosdals.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00-17:00.