Nýjast á Local Suðurnes

Askja Ísabel Jótlandsmeistari í hestaíþróttum

Grindavíkurmærin Askja ísabel þórsdóttir varð á dögunum Jótlandsmeistari í hestaíþróttum á hestinum Smelli frá Reykjavík. Askja hefur unnið þennan titil þrisvar sinnum, fyrstu tvö skiptin vann hún á Óm frá Gíslholti sem hefur verið hennar aðal keppnishestur frá því hún flutti til Danmerkur.

Samkvæmt vefmiðlinum Grindavik.net hafa Ómur og Askja orðið Danmerkurmeistarar tvisvar sinnum en í ár var komin tími á nýjar áskoranir og nýjan hest. Hún fékk Smell í afmælis-/jólagjöf frá foreldrum sínum og hefur mikil vinna farið í það að þjálfun og undirbúning fyrir mót og hefur öll fjölskyldan tekið þátt í því.

Keppnin er undankeppni fyrir DM 2016 og hún ákvað að keppa á báðum Óm og Smell og koma þeim báðum inná DM sem henni tókst, í forkeppni var hún í fyrsta sæti á Smell og í þriðja sæti á Óm, sem er ótrúlegur árangur hjá Öskju sem er aðeins 12 ára gömul. Þar sem að hún getur aðeins riðið einum hesti í úrslitum ákvað hún að ríða Smelli þar sem hann fékk hærri einkunn en Ómur.