Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvuðu dópaðann rútubílstjóra – Rútan fullsetin af farþegum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrradag akstur rútubílstjóra vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Rútan var þá á ferð í umdæminu og var fullsetin af farþegum.

Í viðræðum við bifreiðastjórann styrktist grunur lögreglu um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem sýnataka sýndi jákvæða svörun á fíkniefnaneyslu. Rútan var skilin eftir á vettvangi og leiðsögumaður í henni látinn vita af því að annar bifreiðastjóri væri á leiðinni til að taka við akstrinum.

Þá var ökumaður sem ók á 68 km hraða á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sviptur ökuréttindum til bráðabirgða því hámarkshraði á umræddum vegarkafla er 30 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um vímuefnaakstur. Til viðbótar framangreindu var bifreiðin sem hann ók á negldum dekkjum að aftan og með óvirkan hraðamæli.