Nýjast á Local Suðurnes

Kjartan Már þriðji launahæsti bæjarstjórinn

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar - Mynd: Skjáskot RÚV

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er þriðji launahæsti bæjarstjóri landsins með rúmar 2,4 milljónir króna í laun á mánuði.

Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins. Laun Kjartans eru litlu lægri en laun Ásdísar Kristjánsdóttur, nýráðins bæjarstjóra Kópavogs, sem er launahæst með rúmlega 2,5 milljónir samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins á launakjörum í nokkrum fjölmennustu sveitarfélögunum landsins.

Laun annarra bæjarstjóra sem Fréttablaðið kannaði eru í kringum 2 milljónir og virðist skipta litlu hversu fjölmenn sveitarfélögin eru.