Íbúafundur fyrir Grindvíkinga

Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga á morgun, þriðjudaginn 12. desember, klukkan 17:00 í andyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum og fara yfir stöðuna vegna jarðhræringa í og við Grindavík.
Á fundinum gefst íbúum tækifæri til að bera fram spurningar. Fundurinn verður sendur út í beinu streymi inn á heimasíðu Grindavikur, grindavik.is.
Dagskrá
Frummælendur
- Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár frá Veðurstofu Íslands
- Fulltrúi frá Almannavörnum
- Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ
- Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
Að loknum framsögum verða umræður og fyrirspurnir.
Til svara auk frummælenda eru:
- Atli Geir Júlíusson (umhverfis- og skipulagssvið)
- Eggert Sólberg Jónsson (frístunda- og menningarsvið)
- Jón Þórisson (fjármála- og stjórnsýslusvið)
- Nökkvi Már Jónsson (félagsþjónustu- og fræðslusvið)
- Jóhanna Lilja Birgisdóttir (yfirsálfræðingur á fræðslusviði)
- Sigurður Kristmundsson (hafnarstjóri)
- Ari Guðmundsson (Verkís)
Fundarstjóri er Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.