sudurnes.net
Íbúafundur fyrir Grindvíkinga - Local Sudurnes
Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga á morgun, þriðjudaginn 12. desember, klukkan 17:00 í andyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum og fara yfir stöðuna vegna jarðhræringa í og við Grindavík. Á fundinum gefst íbúum tækifæri til að bera fram spurningar. Fundurinn verður sendur út í beinu streymi inn á heimasíðu Grindavikur, grindavik.is. Dagskrá Frummælendur Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár frá Veðurstofu Íslands Fulltrúi frá AlmannavörnumHulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Að loknum framsögum verða umræður og fyrirspurnir. Til svara auk frummælenda eru: Atli Geir Júlíusson (umhverfis- og skipulagssvið)Eggert Sólberg Jónsson (frístunda- og menningarsvið) Jón Þórisson (fjármála- og stjórnsýslusvið) Nökkvi Már Jónsson (félagsþjónustu- og fræðslusvið)Jóhanna Lilja Birgisdóttir (yfirsálfræðingur á fræðslusviði) Sigurður Kristmundsson (hafnarstjóri)Ari Guðmundsson (Verkís) Fundarstjóri er Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Meira frá SuðurnesjumÍbúum hleypt inn á skilgreint svæðiElías Már valinn í A-landsliðið – Ingvar og Arnór Ingvi einnig í hópnumÓska eftir tillögum að nafni – Hugmyndaríkir leggi höfuð í bleytiReykjanesbær grípur til enn frekari ráðstafanaBjóða Grindvíkingum tilboð á gistinguOpinn íbúafundur um skipulagstillögurÞrjú hundruð æfa á KEFBæjarstjóri bendir ósáttum íbúum á að senda inn athugasemdir við deiliskipulagTillögu að deiliskipulagsbreytingum við Hafnargötu 12 hafnaðBæjarstjóri útskýrir flöggun