Nýjast á Local Suðurnes

Mótmæla þéttingu byggðar

Tillaga að nýju aðalskipulagi, sem samþykkt hefur verið af umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar og snýr meðal annars að þéttingu byggðar með því að setja íbúðarhverfi á svæði sem hingað til hefur verið merkt sem grænt svæði í Innri-Njarðvík hefur ekki vakið mikla lukku á meðal íbúa á svæðinu. Undirskriftalisti hvar skipulaginu er mótmælt er í gangi á vef Ísland.is.

Í texta frá forsvarsmönnum undirskriftalistans segir að farið sé fram á það að opnu svæðin verði það áfram og þau skipulögð með hagsmuni íbúa svæðisins í huga. Hér er um að ræða stór óafturkræf mistök sem við krefjumst endurskoðunar á. Hér er nú þegar skortur á fjölbreyttum grænum svæðum fyrir íþróttir, heilsueflingu og útivist.

Við hvetjum alla sem vilja koma í veg fyrir að þetta umhverfisslys verði að veruleika að skrifa undir.

tengill á listann:

https://island.is/undirskriftalistar/3ac48a7a-eb84-41cf-a656-958550b74b41