Nýjast á Local Suðurnes

Heiðarskóli í úrslit Skólahreysti

Heiðarkóli tryggði sér í gær sæti í úrslitum Skólahreysti, en keppnin fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Liðið er ríkjandi Skólahreystimeistarar og á því titil að verja.

Skólarnir á Suðurnesjum og í Hafnarfirði kepptu sín á milli í gær um sæti í úrslitunum og stóðu Suðurnesjaskólarnir sig vel að þessu sinni, en Holtaskóli lenti í öðru sæti og Stóru-Vogaskóli í því þriðja.  Lið Heiðarskóla er skipað þeim Bartosz Wiktorowicz, Eyþóri Jónssyni, Hildi Björgu Hafþórsdóttur og Klöru Lind Þórarinsdóttur sem hafa æft af kappi undir stjórn íþróttakennara skólans.