Tap á rekstri geoSilica

Sprotafyrirtækið geoSilica ehf., sem framleiðir náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tapaði 8 milljónum króna á síðasta rekstrarári. Árið áður nam tap fyrirtækisins 10 milljónum króna.
Í frétt á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að rekstrartekjur félagsins hafi numið tæplega 41 milljón króna og eignir námu tæplega 23 milljónum króna.
Eigið fé félagsins nam 16 milljónum króna í árslok 2017. Fida Abu Libdeh er stærsti hluthafi félagsins og framkvæmdastjóri þess.