Nýjast á Local Suðurnes

Erfiðar aðstæður þegar áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu – Myndband!

Aðstæður voru erfiðar þegar flutningaskipið Fjordvik strandaði við hafnargarðinn í Helguvík í nótt, en 15 manna áhöfn skipsins ásamt hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ.

Áhöfn annarar þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF fylgdist með aðgerðum í Helguvík og festi aðgerðir á svæðinu á filmu, en þar sést þegar mennirnir um borð voru hífðir um borð í þyrluna.