Nýjast á Local Suðurnes

Vill aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni verði falið að skipa starfshóp fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum og fimm sérfræðinga úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu.

Í tillögunni er vitnað í úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Aton vann fyrir Reykjanesbæ á fjárveitingum til ríkisstofnana á Suðurnesjum þas sem fram koma skýrar tölulegar upplýsingar um að fjárframlög á hvern íbúa fari hratt lækkandi á Suðurnesjum.

Greinargerð með tillögu Oddnýar má sjá hér, en athygli vekur að engin Suðurnesjaþingmaður er meðflutningsmaður að tillögu Oddnýjar.