Met á Keflavíkurflugvelli – 32.000 farþegar fóru um völlinn á sunnudag
Áætlað er að um sjö milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu sem er nærri þrefalt meira en þegar mest var fyrir hrun. Met var slegið á vellinum á sunnudag þegar 32.000 farþegar og 188 flugferðir fóru um völlinn. Fjöldi flugferða hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2006.
„Fyrir tíu árum voru stærstu dagarnir okkar sjötíu ferðir á dag. Það voru níutíu ferðir árið 2006 í góðærinu,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia við Vísi.is. Hann segir að nokkrir dagar séu eftir í sumar sem verði svipaðir.