Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðir fasteignafélags Skúla Mogensen á Ásbrú til sölu

Mynd: Skjáskot / Fasteignavefur mbl.is

Fasteignafélag í eigu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda Wow air, hefur til sölu íbúðir að Lindarbraut 635 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Íbúðirnar hafa verið í útleigu frá gjaldþroti félagsins en voru áður notaðar undir áhafnir flugfélagsins.

Alls eru 28 íbúðir í byggingunni sem allar hafa verið í eigu fasteignafélags Skúla, en það er fasteignasalan M2 hefur séð um sölu á íbúðunum. Sex íbúðir í húsinu eru á sölu á fasteignavef mbl.is. Íbúðirnar hafa verið í sölu frá því seint á síðasta ári og eru á verðbilinu 18.900.000 til 21.900.000.