Nýjast á Local Suðurnes

Ákærðir fyrir að stela fatnaði flugmanna

Þrír karlmenn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ.

Samkvæmt ákæru stal einn mannanna lyklakortum af hótelinu eftir að hann lét af störfum þar, segir í frétt af málinu á vef RÚV. Hann lét félaga sína hafa lyklakortin og upplýsti þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni.

Í kjölfarið fóru félagar hans tveir í heimildarleysi inn í farangursgeymsluna og tóku þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis.