sudurnes.net
Ákærðir fyrir að stela fatnaði flugmanna - Local Sudurnes
Þrír karlmenn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir að hafa undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt innbrot og þjófnað í farangursgeymslu flugmanna á Base hótel í Reykjanesbæ. Samkvæmt ákæru stal einn mannanna lyklakortum af hótelinu eftir að hann lét af störfum þar, segir í frétt af málinu á vef RÚV. Hann lét félaga sína hafa lyklakortin og upplýsti þá um hvaða verðmæti væri að finna í farangursgeymslunni. Í kjölfarið fóru félagar hans tveir í heimildarleysi inn í farangursgeymsluna og tóku þaðan ófrjálsri hendi fjórar ferðatöskur flugmanna, með ýmsum fatnaði, skóbúnaði, tvær fartölvur, þrjá farsíma og öðrum verðmætum innbyrðis. Meira frá SuðurnesjumÞurfa að veita Base Parking upplýsingar um kostnað við bílastæðiHaraldur Freyr og Magnúsar hætta hjá KeflavíkSamgönguáætlun afgreidd úr nefnd – Aldrei fleiri um­sagnir sendar inn vegna þing­málsKlúður bílageymslufyrirtækis: “Hver sem er virðist geta gengið inn og fengið lykla afhenta”Þrír handteknir vegna gruns um fíkniefnasöluÖlvaður ók á fiskikar og girðinguKrefja BaseParking um 5 milljónir króna – Myndavélaeftirlit staðfestir brot á notkunarskilmálumTólf kærðir fyrir hraðakstur – Sá sem hraðast ók fær 150.000 króna sektNotast við ferjusiglingar fari allt á versta vegHeimildarmynd um Reyni sterka verður dreift á heimsvísu – Myndband!