Nýjast á Local Suðurnes

Leikmaður bikarmeistara Keflavíkur stígur fram – Var nauðgað af íþróttamanni þegar hún var fjórtán ára

Mynd: KKÍ

Embla Kristínardóttir, leikmaður bikarmeistara Keflavíkur og landsliðskona í körfubolta, segir frá því hvernig henni var nauðgað þegar hún var á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni um tvítugt. Embla segir frá þessu í opinskáu viðtali við Ríkisútvarpið.

Embla segir málið ekki hafa farið af stað fyrr en ári eftir að henni var nauðgað því hún þorði ekki að segja neinum frá því. Það var ekki fyrr en hún hætti að mæta í skólann að móðir hennar varð vör við breytingu á hegðun hennar og þá fór kærumál af stað.

Þá segir Embla lítið hafa verið gert í málinu eftir að dómurinn féll, íþróttafélag mannsins tók ákveðna afstöðu með gerandanum. Nauðgunardómur hafi engin áhrif haft á íþróttaferil hans.