Fánadagur Þróttar í dag – Bæjarfulltrúar grilla fyrir gesti

Fánadagur Þróttar í Vogum er í dag og er fólk hvatt til að klæðast fötum í litum félagsins og gera sér glaðan dag með því að mæta á völlinn og hvetja sína menn áfram gegn liði Stál-úlfs í 4. deildinni. Leikurinn hefst kl. 20.
Dagskráin hefst klukkustund fyrir leik þegar bæjarfulltrúar í Vogum kveikja upp í grillinu og fjörið heldur svo áfram á meðan leikurinn fer fram en dagskráin er eftirfarandi:
• Kveikt verður á grillinu kl. 19 og bæjarfulltrúar standa vaktina
• Ali og VP bjóða öllum í grill
• Þróttarar taka á móti liði Stál-úlfs í 4. deildinni kl.20
• Foreldrafélagið verður með Þróttaravarning til sölu
• Vonarstjörnur Þróttar leiða leikmenn til leiks
• N1 meistarar verða heiðraðir í hálfleik