Nýjast á Local Suðurnes

“You’d be fucking crazy to miss this.” – Frægt tónskáld mætir á ATP Iceland

John Carpeter kemur fram á ATP 2016

Bandaríski leikstjórinn, handritshöfundurinn og tónskáldið John Carpenter mun koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow Parties sem haldin veður á Ásbrú frá 1.-3. júlí 2016. Í tilkynningu frá ATP segir að þetta sé í fyrsta skipti sem Carpender flytji tónlist sína á sviði.

Forsvarsmenn ATP lofa stórkestlegri sviðsframkomu á þessari uppákomu en með Carpenter í för verða sonur hans Cody Carpenter og guðsonur Daniel Davies sem báðir komu að framleiðslu nýjasta verks Carpenters, Lost Themes, sem hefur fengið frábæra dóma í virtum tímaritum á borð við The New York Times, The Times (UK), Uncut, The Wire, The Los Angeles Times, NPR,Pitchfork, Vanity Fair, Newsweek og Billboard.

Barry Hogan framkvæmdarstjóri ATP segir í tilkynningu að það sé mikill fengur í að fá Carpenter á ATP Iceland og svo notum hans eigin orð á engilsaxnesku: “You’d be fucking crazy to miss this.”

John Carpenter hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda sem dæmi má nefna: Dark Star (1974), Assault on Precinct 13 (1976), Halloween (1978), The Fog (1980), Escape from New York (1981), Christine (1983), Starman (1984), Big Trouble in Little China (1986), Prince of Darkness (1987) og They Live (1988).