Rannís styrkir verkefni fyrir börn og ungmenni – Umsóknarfrestur til 15. júní
Allir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um styrki úr Æskulýðssjóði, en Rannís auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenni og / eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Ekki er gert ráð fyrir að hefðbundin íþróttafélög né opinberir aðilar eins og félagsmiðstöðvar sæki um verkefni í þennan sjóð.
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er þrisvar sinnum á ári; 15. mars, 15. júní og 15. október. Næsti umsóknarfrestur er því til 15. júní 2016. Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.
Sjá frekari upplýsingar um Æskulýðssjóð má finna hér og hvernig sótt er um.