Nýjast á Local Suðurnes

Um 160 vinnuskólastarfsmenn gerðu sér glaðan dag í Garði

Fimmtudaginn 14. júlí síðastliðinn héldu vinnuskólarnir í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum Suðurnesjadag vinnuskólanna. Dagurinn er hugsaður sem fræðsla og skemmtun fyrir grunnskólahóp vinnuskólans, 14 til 16 ára ungmenni, og er haldinn nú í þriðja sinn.

Fyrsta árið var dagurinn haldinn í Vogum, en hugmyndin að viðburðinum kom frá vinnuskólastjórnendum þar í bæ, Grindavík sá um viðburðinn í fyrra og í ár var komið að vinnuskólanum í Garðinum taka á móti hópnum.

Um 160 ungmenni hófu daginn á tveimur stuttum fyrirelstrum sem haldnir voru í félagmiðstöðinni Eldingu og í Miðgarði, sal Gerðaskóla. Matti Ósvald ræddi við ungmennin um að sigra sjálf sig og Dagbjört Ásbjörnsdóttir fræddi hópinn um ábyrga kynhegðun, en nýleg aukning á greiningum ýmissa kynsjúkdóma hefur verið í fréttum undanfarnar vikur.

Krakkarnir ásamt flokkstjórum gengu síðan saman niður og Nesfisk og þaðan með sjóvarnargarðinum út á Garðskaga. Þar beið verkstjóri vinnuskólans, Berglind Fanney, ásamt ungmennum á framhaldsskólaaldri í vinnuskólanum sem grilluðu pulsur ofan í allan hópinn. Eftir mat og afslöppun var krökkunum skipt í fimm hópa sem fengu skammtaðan tíma til að fara upp í stóra vitann, busla á ströndinni, spila strandblak, renna sér á vatnsrennibraut og spila vikingaspilið Kubb. Veðrið setti aðeins strik í reikninginn með hlýjum suðaustan strekkningi og vildi Kupp spilið fjúka um koll og ekki spennandi blotna í vatnsrennibrautinni.

Hópurinn eyddi Þeim mun meiri tíma á ströndinni en þar í lægðinni var fínt skjól í þessari átt og syntu þau mörg hver í sjónum.

vinnuskoladagur2

 

vinnuskoladagur3