Nýjast á Local Suðurnes

Starfsemi Myllubakkaskóla flutt á fjóra staði

Starfsemi Myllubakkaskóla verður flutt á fjóra staði í nálægð við skólann, en um tímabundið úrræði er að ræða á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Mygla fannst í skólanum í síðasta mánuði.

Nemendur í 1. og 2. bekk verða hýstir í færanlegum kennslustofum sem eru þegar á lóð Myllubakkaskóla. Hægt verður að nýta lóða skólans um umhverfi sem þeir eru vanir áfram.

Nemendur í 3. og 4. bekk fara í gamla barnaskólann við Skólaveg, fimmtu og sjöttu bekkingar verða á hæðinni fyrir ofan Bónus í gamla Félagsbíó nærri ráðhúsinu og unglingadeildinni verður komið tímabundið fyrir í Íþróttaakademíunni og Reykjaneshöll.