Nýjast á Local Suðurnes

Stækka bráðabirgðaskóla í Innri-Njarðvík

Frá byggingu tímabundins húsnæðis Stapaskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær  að hefja framkvæmdir við stækkun tímabundins húsnæðis Stapaskóla við Dalsbraut í Innri Njarðvík, en bygging nýs grunnskóla á lóðinni verður boðin út á næsta ári.

Til stendur að bæta um 105 fermetrum við núverandi bráðabirgðahúsnæði þannig að unnt verði að bæta við einni bekkjardeild fyrir næsta skólaár og taka þannig við nemendum í 1. – 4. bekk. Kennsla í skólanum við Dalsbraut er unnin í samstarfi við Akurskóla og eru nemendur 1. -3. bekkjar úr Dalshverfi við nám í skólanum.