Nýjast á Local Suðurnes

Bygging leikskóla í útboð

Reykjanesbæjar hefur óskað eftir tilboðum í hönnun og byggingu nýs leikskóla við Drekadal í Dalshverfi III. Um er að ræða leikskóla á einni hæð með 5 leikskóladeildum, samkomusal og starfsaðstöðu fyrir kennara.

Verkið felst í fullnaðarhönnun og byggingu leikskólans, þannig að allar kröfur yfirvalda og allar kröfur útboðsgagna séu uppfylltar.

Leikskólinn skal vera byggður úr verksmiðjuframleiddum einingum og honum skal skilað á byggingarstigi 3, fullgerðum að utan og tilbúnum til innréttingar, segir í auglýsingu, en þar kemur einnig fram að verklok skulu vera eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.