sudurnes.net
Bygging leikskóla í útboð - Local Sudurnes
Reykjanesbæjar hefur óskað eftir tilboðum í hönnun og byggingu nýs leikskóla við Drekadal í Dalshverfi III. Um er að ræða leikskóla á einni hæð með 5 leikskóladeildum, samkomusal og starfsaðstöðu fyrir kennara. Verkið felst í fullnaðarhönnun og byggingu leikskólans, þannig að allar kröfur yfirvalda og allar kröfur útboðsgagna séu uppfylltar. Leikskólinn skal vera byggður úr verksmiðjuframleiddum einingum og honum skal skilað á byggingarstigi 3, fullgerðum að utan og tilbúnum til innréttingar, segir í auglýsingu, en þar kemur einnig fram að verklok skulu vera eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Meira frá SuðurnesjumBjóða út byggingu nýs leikskólaVegagerðin eykur eftirlit og þjónustu vegna landriss við ÞorbjörnGera athugasemdir við slaka mætingu nefndarmanna í Umhverfis- og skipulagsnefndHringtorg á Reykjanesbraut boðin út – Isavia aðili að útboðinuBjóða út byggingu 115 barna leikskólaGuðjón Árni ráðinn yfirþjálfari yngriflokka Reynis og VíðisUm 600 umsóknir um lóðir í nýju DalshverfiHefja kennslu í Dalshverfi í tímabundnu húsnæði í haustSamkaup í viðræður um samruna við fyrirtækjasamstypu Jóns ÁsgeirsBjóða út viðgerðir á grjótvörn