Hvatagreiðslur nýtist til móðurmálsfræðslu í Reykjanesbæ
Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur jákvætt í erindi sem gerir börnum af erlendu bergi brotnu kleift að nýta hvatagreiðslur Reykjanesbæjar til móðurmálsfræðslu og hefur falið þrótta – og tómstundaráði að taka málið til skoðunar.
Hafþór Barð Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar segist vera ánægður með að bæjarráð hafi tekið vel í erindið og segir málið í vinnslu. Hafþór segir líklegt að móðurmálsfræðslan verði unnin í samstarfi við Pólska skólann í Reykjavík og Saga Akademía á Ásbrú, ef af verður, en nokkur börn á grunnskólaaldri eru nú þegar að nýta sér þjónustu þessara aðila.
Þá segir Hafþór að fræðslan sem hægt yrði að nýta hvatagreiðslurnar í myndi fara fram utan skólatíma.