Nýjast á Local Suðurnes

Foreldrafélag leikskólans Lautar í Grindavík hlaut Hvatningarverðlaun 2016

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 21. sinn í gær við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, afhenti verðlaunin.

Skólaráð og stjórnendur Grunnskólans í Grindavík hlutu tilnefningu til Foreldraverðlaunanna fyrir skólaþing um heimanám. Einnig voru báðir leikskólarnir í Grindavík tilnefndir til verðlaunanna.

Að þessu sinni hlaut Móðurmál, samtök um tvítyngi, Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2016 fyrir móðurmálskennslu og Foreldrafélag leikskólans Lautar í Grindavík hlaut Hvatningarverðlaun 2016.