Nýjast á Local Suðurnes

Talsverð úrkoma um helgina

Veður­stof­an var­ar við snörp­um vind­hviðum, jafn­vel yfir 30 m/​s, við fjöll á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu á morg­un. Hvess­ir í nótt og suðaust­an 15-23 og rign­ing á morg­un, hvassst við suðvest­ur­strönd­ina. Tals­verð úr­koma sunn­an­lands, jafn vel mik­il suðaust­an­til, segir á vef Veðurstofunnar.

Veður­spá­in á landinu öllu næsta sól­ar­hring­inn er þessi:

Suðaust­an 8-13 m/​s og súld eða dá­lít­il rign­ingu, en hægviðri og birt­ir til á Norður- og Aust­ur­landi. Hvess­ir í nótt og suðaust­an 15-23 og rign­ing á morg­un, hvassst við suðvest­ur­strönd­ina. Tals­verð úr­koma sunn­an­lands, jafn vel mik­il suðaust­an­til. Suðaust­an 10-18 m/​s og úr­komum­inna á Norður- og Aust­ur­landi, hvass­ast á annesj­um. Snýst í suðvest­an 8-13 m/​s með skúr­um sunn­an- og vest­an­lands