Talsverð úrkoma um helgina

Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum, jafnvel yfir 30 m/s, við fjöll á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun. Hvessir í nótt og suðaustan 15-23 og rigning á morgun, hvassst við suðvesturströndina. Talsverð úrkoma sunnanlands, jafn vel mikil suðaustantil, segir á vef Veðurstofunnar.
Veðurspáin á landinu öllu næsta sólarhringinn er þessi:
Suðaustan 8-13 m/s og súld eða dálítil rigningu, en hægviðri og birtir til á Norður- og Austurlandi. Hvessir í nótt og suðaustan 15-23 og rigning á morgun, hvassst við suðvesturströndina. Talsverð úrkoma sunnanlands, jafn vel mikil suðaustantil. Suðaustan 10-18 m/s og úrkomuminna á Norður- og Austurlandi, hvassast á annesjum. Snýst í suðvestan 8-13 m/s með skúrum sunnan- og vestanlands