Nýjast á Local Suðurnes

Sömu verktakar fá tækifæri til að bjóða aftur í byggingu Stapaskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að farið verði í samkeppnisútboð milli þeirra þriggja verktaka sem buðu upphaflega í byggingu Stapaskóla, en bæjarráð hafnað öllum þremur tilboðum sem bárust í verkhönnun og byggingu skólans þann 2. mars síðastliðinn.

Byggingaverktakarnir ÞG Verk, Munck á Íslandi og MT Höjgard Ísland sendu upphaflega inn tilboð í verkið sem hljóðuðu upp á frá tæplega 3,8 milljörðum króna til tæplega 4,8 milljarða króna, en kostnaðaráælun sveitarfélagins hljóðar upp á tæplega 3,5 milljarða króna.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar kemur þessi niðurstaða til með að tefja framkvæmdir við byggingu skólans, en ekki liggur enn fyrir hversu miklar tafirnar verða.